Fjörutíu skammtar af bóluefninu Jynneos voru veittir í vikunni, að því er kemur fram í frétt Morgunblaðins. Þar er haft eftir Guðrúnu Aspelund, starfandi sóttvarnalækni, að von sé á fleiri skömmtum bóluefnis frá Evrópusambandinu. Áður hefur verið greint frá því að alls muni fjórtán hundruð skammtar efnis berast hingað til lands.
Í bréfi til bólusettra, sem lesa má á vef Landlæknis, segir að mælt sé með að fólk í áhættuhópum og útsettir þyggi bólusetningu með Jynneos.
Einn greindist smitaður af apabólunni í gær og nú hafa tíu í heildina greinst smitaðir.