Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 15:40 Mannvitsbrekkur í brekkunni virtust hafa það útsetta markmið að lenda í veseni og tókst það er þeir réðust að tökumanni Rúv. Atvikið náðist auðvitað allt á mynband. skjáskot/RÚV Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira