Ungu enn efstar en Toomey heimsmeistari er mætt: Get ekki f-g beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir er komin inn á topp tíu eftir flottan dag. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit fólkið var bæði á upp- og niðurleið í Madison í gær. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig um sjö sæti en Björgvin Karl Guðmundsson datt aftur á móti niður um sex sæti eftir keppni á öðrum degi heimsleikanna í CrossFit. Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira