Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Stradivarius-fiðla í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar. Wikimedia Commons Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar. Japan Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar.
Japan Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira