Björgvin Karl sjötti í annarri grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd af Instagram-síðu hans Björgvin Karl Guðmundsson var sjötti að klára aðra grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er í áttunda sæti í heildarkeppninni. Önnur grein dagsins bar heitið Upp og yfir (e. Up and Over) en í henni fólust þrjár umferðir af margvíslegum æfingum. Þar á meðal voru tólf upphífingar að mjöðm (e. muscle up), 25 stökk yfir kassa, 30 GHD magaæfingar, auk frekari lyftinga og stökkva. Hinn bandaríski Saxon Panchik var með algjöra yfirburði í greininni en hann kom í mark á tímanum tólf mínútum og 40 sekúndum. Landi hans Justin Medeiros var annar á 13 mínútum og níu sekúndum. Björgvin Karl var fyrst skráður fimmti í greininni en því var breytt í sjötta sæti, þar sem tími Noah Ohlsen var upprunalega rangt skráður. Björgvin Karl kom í mark á 13 mínútum og 39,71 sekúndu. Hann er áttundi í heildarkeppninni fyrir lokagrein dagsins. Björgvin er með 446 stig, þremur á undan Ohlsen og Lazar Dukic frá Serbíu. Panchik, sem vann greinina, er með 458 stig í sjötta sæti en Patrick Vellner frá Kanada er sjöundi 455 stig. Það er því ekki langt upp í næstu menn fyrir ofan Björgvin Karl. Ricky Garard frá Ástralíu var þriðji í greininni en hann er langefstur með 655 stig. Næstur er Justin Medeiros frá Bandaríkjunum með 568 stig. Toomey áfram efst - Þuríður fjórtánda Hin ástralska Tia Toomey var með mikla yfirburði í kvennaflokki en hún kláraði greinina á 11:58,92, mínútu á undan Mallory O'Brien frá Bandaríkjunum sem var á 12:58,91. Aðeins tveimur stigum munar á þeim á toppnum í heildarkeppninni. Þá varð Emma Lawson frá Kanada þriðja, Haley Adams frá Bandaríkjunum fjórða og landa hennar Kristi O'Connell varð fimmta, en þær voru allar í sama sæti í heildarkeppninni fyrir greinina, svo sú staða breytist lítið. Þuríður Erla Helgadóttir var fjórtánda fyrir greinina en var átjánda í mark á 15 mínútum og 37,42 sekúndum. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn rann út og er í 36. sæti af 40 keppendum. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Önnur grein dagsins bar heitið Upp og yfir (e. Up and Over) en í henni fólust þrjár umferðir af margvíslegum æfingum. Þar á meðal voru tólf upphífingar að mjöðm (e. muscle up), 25 stökk yfir kassa, 30 GHD magaæfingar, auk frekari lyftinga og stökkva. Hinn bandaríski Saxon Panchik var með algjöra yfirburði í greininni en hann kom í mark á tímanum tólf mínútum og 40 sekúndum. Landi hans Justin Medeiros var annar á 13 mínútum og níu sekúndum. Björgvin Karl var fyrst skráður fimmti í greininni en því var breytt í sjötta sæti, þar sem tími Noah Ohlsen var upprunalega rangt skráður. Björgvin Karl kom í mark á 13 mínútum og 39,71 sekúndu. Hann er áttundi í heildarkeppninni fyrir lokagrein dagsins. Björgvin er með 446 stig, þremur á undan Ohlsen og Lazar Dukic frá Serbíu. Panchik, sem vann greinina, er með 458 stig í sjötta sæti en Patrick Vellner frá Kanada er sjöundi 455 stig. Það er því ekki langt upp í næstu menn fyrir ofan Björgvin Karl. Ricky Garard frá Ástralíu var þriðji í greininni en hann er langefstur með 655 stig. Næstur er Justin Medeiros frá Bandaríkjunum með 568 stig. Toomey áfram efst - Þuríður fjórtánda Hin ástralska Tia Toomey var með mikla yfirburði í kvennaflokki en hún kláraði greinina á 11:58,92, mínútu á undan Mallory O'Brien frá Bandaríkjunum sem var á 12:58,91. Aðeins tveimur stigum munar á þeim á toppnum í heildarkeppninni. Þá varð Emma Lawson frá Kanada þriðja, Haley Adams frá Bandaríkjunum fjórða og landa hennar Kristi O'Connell varð fimmta, en þær voru allar í sama sæti í heildarkeppninni fyrir greinina, svo sú staða breytist lítið. Þuríður Erla Helgadóttir var fjórtánda fyrir greinina en var átjánda í mark á 15 mínútum og 37,42 sekúndum. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn rann út og er í 36. sæti af 40 keppendum.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira