Þuríður tólfta og Björgvin áttundi eftir daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 00:12 Þuríður Erla Helgadóttir er tólfta í keppni kvenna á heimsleikunum eftir daginn. vísir/anton Lokagrein dagsins í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit er að baki og íslensku keppendurnir eru í fínum málum. Greinin sneri að hæfni á hjóli. Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira