Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 22:55 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira