Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005.
Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf.
Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50.
Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017.
Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona.
Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share.
— President Biden (@POTUS) August 7, 2022
I ran to make government work for working families again.
That s what this bill does period.