„Sumarið fjarri því búið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 20:29 Siggi stormur segir að sumarið sé fjarri því að vera búið og að í ágúst megi búast við sumarhita. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að júní og júlí hafi verið blautir mánuðir og skrölt undir meðallagi. Hins vegar segir hann að sumarið sé fjarri því að vera búið þegar ágústmánuður sé skoðaður, á norður- og norðausturlandi komi kaflar með „yndislegu veðri og sumri og sól.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan. Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan.
Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40
Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09