Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2022 09:44 Aron með 72 sm bleikjuna Eyjafjarðará er eiginlega örugg með það að gefa einhverjar stórar bleikjur á hverju sumri og það verður engin breyting á þetta árið. Í gær veiddist ein af þessum stóru bleikjum sem sjást reglulega í ánni en hafa reynst mönnum erfiðar í töku. Þessi tröllvaxna bleikja mældist 72 sm og er stærsta bleikjan sem við höfum heyrt af í sumar en hún veidist á Jökulbreiðu. Veiðimaðurinn er Aron Sigurþórsson og óskum við honum innilega til hamingju með þessa flottu bleikju. Það er svo spurning hvort það veiðist einhver stærri í sumar en við viljum gjarnan fá að sjá stórar bleikjur á Veiðivísi því það má lengi dást að stórum fallegum bleikjum svo mikið er víst. Stangveiði Eyjafjarðarsveit Mest lesið Frábær opnun í Jöklu Veiði Frábær byrjun í Norðurá Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Urriðar að gefa sig þegar veður leyfir Veiði Fín veiði í Þingvallavatni Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Í gær veiddist ein af þessum stóru bleikjum sem sjást reglulega í ánni en hafa reynst mönnum erfiðar í töku. Þessi tröllvaxna bleikja mældist 72 sm og er stærsta bleikjan sem við höfum heyrt af í sumar en hún veidist á Jökulbreiðu. Veiðimaðurinn er Aron Sigurþórsson og óskum við honum innilega til hamingju með þessa flottu bleikju. Það er svo spurning hvort það veiðist einhver stærri í sumar en við viljum gjarnan fá að sjá stórar bleikjur á Veiðivísi því það má lengi dást að stórum fallegum bleikjum svo mikið er víst.
Stangveiði Eyjafjarðarsveit Mest lesið Frábær opnun í Jöklu Veiði Frábær byrjun í Norðurá Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Urriðar að gefa sig þegar veður leyfir Veiði Fín veiði í Þingvallavatni Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði