Anton Sveinn synti á tímanum 2:11,47 en hann hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli. Hann keppir til úrslita um klukkan 17.00 á morgun.
Fyrir mótið fékk Anton Sveinn matareitrun og sleppti af þeim sökum að keppa í 100 metra bringusundi eins og hann ætlaði sér að gera.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á tímanum 2:01,70 í undanúrslitum í 200 metra bringusundi en það dugði henni ekki til þess að komast í úrslitasundið. Snæfríður Sól bætti þó tíma sinn frá undanrásum á mótinu.
