„Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB.

Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn.
„Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB.
„Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB.