Lortur beið lögreglu eftir innbrot í Árbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 06:42 Nóg var um að vera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira