Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:37 Yfirvöld í Íran segjast enga ábyrgð bera á banatilræðinu gegn Rushdie. Myndin er af æðsta leiðtoga Íran, Ali Khamenei. Getty/Íranska leiðtogaembættið Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25