Danska konungshöllin staðfestir skilnaðinn í samtali við Billed-Bladet.
Hin 47 ára Natalía prinsessa er yngsta dóttir Benediktu prinsessu og Ríkharðs prins. Benedikta er yngri systir Margrétar Þórhildar Danadrottningar.
Natalía og Alexander kynntust á hestasýningu árið 2006, en prinsessan hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hestum og hestaíþróttum.
„Ég hélt að hún hefði umsjón með hestum. Mig grunaði ekki að hún væri prinsessa,“ sagði Alexander í samtali við Billed Bladet árið 2010.