Rafmagnaður BMW M3 verður byltingarkenndur með kunnuglegri akstursupplifun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. ágúst 2022 07:00 Fyrsti M3 Touring. Yfirmaður M-deildar BMW, Frank van Meel segir að framtíðar bílar M deildarinnar verið rafbílar með kunnulega aksturseiginleika, sem eru aðal einkenni M bílanna. M-deild BMW er að undirbúa síðustu kynslóð hreinna bensínbíla í sinni 50 ára sögu. Eftir það verður hafist handa við að rafvæða hinar goðsagnakenndu BMW M línur. Fyrsti bíllinn verður M5, öflugasti M5 sögunnar og svo mun M3 fylgja í kjölfarið. M-deildin er búin að vera afar upptekin í ár. Létt útgáfa af M4 CSL, M3 Touring og fyrsta þolaksturskappakstursbílnum í 23 ár, V8 tvinnbíllinn LMDh. Enn á eftir að kynna XM tvinn-sportjeppann og aðra kynslóð af M2 Coupé. Sá verður síðasti M bíllinn án nokkurskonar rafaflsrásar. Hér má sjá myndband af YouTube-rás TopGear þar sem nýr M3 er tekinn til kostanna. Sá kann að vera síðasta kynslóð af M3 semer ekki með rafmagnaða aflrás að neinu leyti. BMW hefur sett sér það markmið að helmingur af seldum bílum á heimsvísu verði rafbílar fyrir árið 2030. Sumir markaðir eins og Bretland og sennilega Evrópa munu loka alveg á sölu nýrra sprengihreyfilsbíla eftir 2035. Sem mun þýða að M bílar muni þurfa að skipta yfir í hreint rafmagn á einhverjum tímapunkti. „Sagan af M3 er ekki að fara neitt. Við breytum sögunni með nýrri vél í hverri kynslóð, frá fjögurra strokka til sex strokka og svo átta og svo aftur niður í sex strokka með forþjöppu. Sagan mun halda áfram,“ sagði van Meel í samtali við Autocar. „Kannski verður [M3] rafknúinn, en ef svo verður þá verður hann samt alltaf M3. Óháð aflrásinni, þá ættir þú alltaf að geta keyrt bílinn og skynjað að þú ert í M bíl. Við höfum staðist tímans tönn í 50 ár og munum halda því áfram,“ bætti van Meel við. „Ég myndi elska að sjá rafknúinn M bíl í framtíðinni, tvinn- og hreinan rafbíl, en ef af því verður þá verða þeir svo byltingarkenndir að þú munt segja: Vá þetta er galið, ég sá þetta ekki fyrir,“ sagði van Meel að lokum. Vistvænir bílar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent
M-deild BMW er að undirbúa síðustu kynslóð hreinna bensínbíla í sinni 50 ára sögu. Eftir það verður hafist handa við að rafvæða hinar goðsagnakenndu BMW M línur. Fyrsti bíllinn verður M5, öflugasti M5 sögunnar og svo mun M3 fylgja í kjölfarið. M-deildin er búin að vera afar upptekin í ár. Létt útgáfa af M4 CSL, M3 Touring og fyrsta þolaksturskappakstursbílnum í 23 ár, V8 tvinnbíllinn LMDh. Enn á eftir að kynna XM tvinn-sportjeppann og aðra kynslóð af M2 Coupé. Sá verður síðasti M bíllinn án nokkurskonar rafaflsrásar. Hér má sjá myndband af YouTube-rás TopGear þar sem nýr M3 er tekinn til kostanna. Sá kann að vera síðasta kynslóð af M3 semer ekki með rafmagnaða aflrás að neinu leyti. BMW hefur sett sér það markmið að helmingur af seldum bílum á heimsvísu verði rafbílar fyrir árið 2030. Sumir markaðir eins og Bretland og sennilega Evrópa munu loka alveg á sölu nýrra sprengihreyfilsbíla eftir 2035. Sem mun þýða að M bílar muni þurfa að skipta yfir í hreint rafmagn á einhverjum tímapunkti. „Sagan af M3 er ekki að fara neitt. Við breytum sögunni með nýrri vél í hverri kynslóð, frá fjögurra strokka til sex strokka og svo átta og svo aftur niður í sex strokka með forþjöppu. Sagan mun halda áfram,“ sagði van Meel í samtali við Autocar. „Kannski verður [M3] rafknúinn, en ef svo verður þá verður hann samt alltaf M3. Óháð aflrásinni, þá ættir þú alltaf að geta keyrt bílinn og skynjað að þú ert í M bíl. Við höfum staðist tímans tönn í 50 ár og munum halda því áfram,“ bætti van Meel við. „Ég myndi elska að sjá rafknúinn M bíl í framtíðinni, tvinn- og hreinan rafbíl, en ef af því verður þá verða þeir svo byltingarkenndir að þú munt segja: Vá þetta er galið, ég sá þetta ekki fyrir,“ sagði van Meel að lokum.
Vistvænir bílar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent