Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter.
Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal við meðlimi baráttuhópsins Öfga.
Héraðsdómur sýknaði Sindra af kröfu Sverris í apríl á þessu ári en Vísir fjallaði ítarlega um málið. Sverrir áfrýjaði málinu til Landsréttar í byrjun maí-mánaðar. Sagði hann þá í samtali við Vísi að hann gæti ekki unað niðurstöðu Héraðsdóms.
Í úrskurði Landsréttar frá því í gær í málinu kemur fram að Sindri hafi skömmu síðar farið fram á að Sverrir reiddi fram eina milljón króna í tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Í sumar úrskurðaði Landsréttur að Sverri yrði gert að reiða fram trygginguna.
Í úrskurði Landsréttar kemur hins vegar fram að það hafi Sverrir ekki gert. Því var málinu vísað frá Landsrétti. Þarf Sverrir að greiða Sindra þrjú hundruð þúsund krónur í málskostnað vegna málsins.