Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2022 10:14 Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Dýrið Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur. Það er eðli máls samkvæmt ekki á hverju ári sem Ísland á fulltrúa í tveimur kvikmyndum af fimm sem tilnefndar eru til verðlaunanna. Segja má að líkurnar á því að Íslendingar geti fagnað verðlaunum í ár séu einstaklega miklar enda tvær af fimm kvikmyndum í leikstjórn Íslendinga. Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss árið 2014 og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar árið 2018 og Fúsi í leikstjórn Dags Kára árið 2015. Ísland vann verðlaunin í fyrsta skipti árið 2014. Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er tilnefnd. Hann hlaut líka tilnefningu árið 2018 fyrir Vetrarbræður og ári síðar fyrir Hvítur, hvítur dagur. Í ár eru eru tilnefndar: Danmörk: Volaða Land / Godland Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures). Finnland: The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films). Ísland: Dýrið / Lamb Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep). Noregur: Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World Leiksstjóri: Joachim Trier Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures). Svíþjóð: Clara Sola Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB). Kvikmyndagerð á Íslandi Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það er eðli máls samkvæmt ekki á hverju ári sem Ísland á fulltrúa í tveimur kvikmyndum af fimm sem tilnefndar eru til verðlaunanna. Segja má að líkurnar á því að Íslendingar geti fagnað verðlaunum í ár séu einstaklega miklar enda tvær af fimm kvikmyndum í leikstjórn Íslendinga. Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss árið 2014 og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar árið 2018 og Fúsi í leikstjórn Dags Kára árið 2015. Ísland vann verðlaunin í fyrsta skipti árið 2014. Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er tilnefnd. Hann hlaut líka tilnefningu árið 2018 fyrir Vetrarbræður og ári síðar fyrir Hvítur, hvítur dagur. Í ár eru eru tilnefndar: Danmörk: Volaða Land / Godland Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures). Finnland: The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films). Ísland: Dýrið / Lamb Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep). Noregur: Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World Leiksstjóri: Joachim Trier Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures). Svíþjóð: Clara Sola Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB).
Kvikmyndagerð á Íslandi Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46