Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. Hún er alltaf brosandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum. Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira