„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. ágúst 2022 18:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fóru yfir þá stöðu sem uppi er á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Arnar Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30