Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 16:53 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra. Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“. Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“.
Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15