Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiðagili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Starfsfólk Kiðagils eru allt Íslendingar og allir úr sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni. Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira