50 ár frá fyrsta sparkinu á Íslandsmóti kvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna, lið FH frá 1972, ásamt Alberti Guðmundssyni (t.h.) sem beitti sér hvað helst fyrir því að Íslandsmótið skildi stofnað. KSÍ/Helgi Dan Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað. Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is. Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira