Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:16 Hanna Björg Vilhjámsdóttir segir að KSÍ hafi ekki gert nóg í jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum á þessu ári sem hefur liðið síðan Guðni Bergsson sagði af sér formennsku. vísir Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“ KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“
KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35
Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31