Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:00 Gruden segir að sér hafi verið hent undir rútuna. Ethan Miller/Getty Images Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002. NFL Bandaríkin Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002.
NFL Bandaríkin Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira