Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2022 12:34 Félagarnir Þorsteinn Úlfar og Gorbachev heitinn sem sendi Þorsteini sérstaklega loðhúfu sem hann á enn og notar þegar svo ber undir. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“ Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“
Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira