Munu standa að gerð Áramótaskaupsins í ár Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 11:02 Teymið sem mun standa að Áramótaskaupinu í ár. RÚV Dóra Jóhannsdóttir mun leikstýra Áramótaskaupinu í ár og Saga Garðarsdóttir verður yfirhöfundur þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu, en teymi handritshöfunda hóf fyrr í sumar að skrifa handritið að Áramótaskaupi ársins. Auk Sögu munu Friðgeir Einarsson, Vigdís Hafliðadóttir, Jóhann Kristófer Stefánsson (einnig þekktur sem Joey Christ), Dóra Jóhannsdóttir og Sigurjón Kjartansson skrifa handritið. „Leikstjóri og meðhöfundur verður Dóra Jóhannsdóttir sem leiddi höfundahóp skaupsins 2017 og 2019 og m.a. stofnaði Improv Ísland hópinn vinsæla. Framleiðandi og meðhöfundur er hinn gamalreyndi Tvíhöfði og fyrrum Fóstbróðir, Sigurjón Kjartansson. Nýstofnað framleiðslufyrirtæki Sigurjóns, S800, framleiðir Skaupið sem er fyrsta verkefni fyrirtækisins. Saga er ekki einasta einn eftirsóttasti uppistandari þjóðarinnar heldur hefur hún einnig leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Þá er hún afkastamikill handritshöfundur og var ein af höfundum Skaupsins árin 2013 og 2017. Friðgeir er leikari, rithöfundur og leikskáld sem hefur bæði einn síns liðs og með hinum annálaða KRIÐPLEIR hóp skrifað og leikið í fjölda verka fyrir leiksvið og Útvarpsleikhúsið. Vigdís Hafliðadóttir er einna kunnust sem söngkona hljómsveitarinnar Flott. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem uppistandari, m.a. sem hluti af VHS-hópnum. Hún söng einmitt lokalag Skaupsins í fyrra ásamt Unnsteini Manúel. Jóhann Kristófer hefur komið víða við á stuttum en fjölbreyttum ferli. Hann leikstýrði og skrifaði hina vinsælu sjónvarpsþætti ÆÐI og hefur einnig getið sér gott orð í tónlistundir listamannsnafninu Joey Christ og í samstarfi við aðra listamenn á borð við Sturla Atlas,“ segir í tilkynningunni frá RÚV. Rás 1 og TikTok Haft er eftir Dóru að handritshópurinn vilji að Skaupið verði fyndið fyrir alla, hvort sem viðkomandi dýrki Rás 1 eða dái TikTok. „Við hættum ekki að skrifa brandara fyrr en við erum þess fullviss að allir eigi eftir að hlæja a.m.k. átta sinnum og þar af einu sinni mjög hátt.“ Hún vilji þó lítið gefa upp um hvernig gangi og hvað verði tekið fyrir. „Sigurjón á að leika verðbólgudrauginn. Annað er leyndó!“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. 3. janúar 2022 11:19 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu, en teymi handritshöfunda hóf fyrr í sumar að skrifa handritið að Áramótaskaupi ársins. Auk Sögu munu Friðgeir Einarsson, Vigdís Hafliðadóttir, Jóhann Kristófer Stefánsson (einnig þekktur sem Joey Christ), Dóra Jóhannsdóttir og Sigurjón Kjartansson skrifa handritið. „Leikstjóri og meðhöfundur verður Dóra Jóhannsdóttir sem leiddi höfundahóp skaupsins 2017 og 2019 og m.a. stofnaði Improv Ísland hópinn vinsæla. Framleiðandi og meðhöfundur er hinn gamalreyndi Tvíhöfði og fyrrum Fóstbróðir, Sigurjón Kjartansson. Nýstofnað framleiðslufyrirtæki Sigurjóns, S800, framleiðir Skaupið sem er fyrsta verkefni fyrirtækisins. Saga er ekki einasta einn eftirsóttasti uppistandari þjóðarinnar heldur hefur hún einnig leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Þá er hún afkastamikill handritshöfundur og var ein af höfundum Skaupsins árin 2013 og 2017. Friðgeir er leikari, rithöfundur og leikskáld sem hefur bæði einn síns liðs og með hinum annálaða KRIÐPLEIR hóp skrifað og leikið í fjölda verka fyrir leiksvið og Útvarpsleikhúsið. Vigdís Hafliðadóttir er einna kunnust sem söngkona hljómsveitarinnar Flott. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem uppistandari, m.a. sem hluti af VHS-hópnum. Hún söng einmitt lokalag Skaupsins í fyrra ásamt Unnsteini Manúel. Jóhann Kristófer hefur komið víða við á stuttum en fjölbreyttum ferli. Hann leikstýrði og skrifaði hina vinsælu sjónvarpsþætti ÆÐI og hefur einnig getið sér gott orð í tónlistundir listamannsnafninu Joey Christ og í samstarfi við aðra listamenn á borð við Sturla Atlas,“ segir í tilkynningunni frá RÚV. Rás 1 og TikTok Haft er eftir Dóru að handritshópurinn vilji að Skaupið verði fyndið fyrir alla, hvort sem viðkomandi dýrki Rás 1 eða dái TikTok. „Við hættum ekki að skrifa brandara fyrr en við erum þess fullviss að allir eigi eftir að hlæja a.m.k. átta sinnum og þar af einu sinni mjög hátt.“ Hún vilji þó lítið gefa upp um hvernig gangi og hvað verði tekið fyrir. „Sigurjón á að leika verðbólgudrauginn. Annað er leyndó!“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. 3. janúar 2022 11:19 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50
Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. 3. janúar 2022 11:19
Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02
Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07