Þó veðrið þessa dagana geti seint talist jólalegt og hrekkjavaka á næsta leiti virðist jólahátíðin aldrei langt undan þegar hausta tekur.
Costco hefur nú þegar hafið sölu á jólaskrauti en eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessar frétt eru gervijólatré, jólakransar, luktir og uppljómuð hreindýrafjölskylda mætt á búðargólfið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verslunin gerist sek um þjófstart í undirbúningi fyrir jólahátíðina en í fyrra voru skreytingarnar komnar í sölu þann 23. september.