Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 14:55 Dómari taldi hætta á að maðurinn myndi halda áfram brotum sínum yrði hann látinn laus, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira