Fréttastofu bárust ábendingar víða að af höfuðborgarsvæðinu sökum sírenuhljóða enda voru nokkrar stöðvar ræstar út. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tvær stöðvar afturkallaðar fljótlega.
Um var að ræða hús í byggingu og hafði kviknað eldur í tjörupappa. Slökkvistarf gekk vel og var svo gott sem lokið nú um klukkan fjögur.
Fréttin hefur verið uppfærð.