Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:34 Liz Truss mun funda með nýrri ríkisstjórn í morgunsárið. Getty/Christopher Furlong Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana. Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana.
Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20
Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54