Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:58 Tveir komust lífs af með því að hanga í pípum í lofti bílakjallarans. EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör. Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör.
Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira