Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 11:29 Indican mun opna við Hagamel þar sem Plútó Pizza var áður til húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir. Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03