Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 13:55 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar til aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. „Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
„Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55