„Alls ekki verið nóg gert“ Snorri Másson skrifar 10. september 2022 21:28 Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“ Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira