Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 07:41 Ljóst þykir að annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmanna, eða Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07