Helmingur laxa í Mjólká reyndist úr eldi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 12. september 2022 19:15 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Hann segir tíðindin staðfesta að sjókvíaeldi fylgi skaði. Vísir/Vilhelm Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar. Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22