Pieper Lewis, sem er sautján ára, var þá dæmd til að greiða fjölskyldu Zachary Brooks 150 þúsund Bandaríkjadali, eða um 21 milljón krónur, í skaðabætur. Lewis var aðeins fimmtán ára þegar hún banaði Brooks árið 2020 í Des Moines í Iowa.
Á meðan Lewis er á skilorði mun Lewis, samkvæmt ákvörðun dómara, búa á áfangaheimili og mun þurfa að bera ökklaband, sem rekur ferðir hennar. Brjóti Lewis skilorð gæti hún átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi.
Lewis flúði heimili foreldra sinna árið 2020 vegna ofbeldis inni á heimilinu og hafði fyrir óheppni orðið á vegi karlmanns, sem veitti henni húsaskjól. Hann nýtti sér aðstæður hennar og þrælaði henni í kynlífsmansal.
Að hennar sögn var einn þeirra Brooks, sem þá var 37 ára gamall, og hún segir hafa nauðgað sér ítrekað. Lewis stakk hann oftar en þrjátíu sinnum í júní 2020 í íbúð í Des Moines. Hún var aðeins fimmtán ára gömul.
Hvorki saksóknarar né lögregla hafa mótmælt því að Lewis hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hún hafi verið seld mansali. Saksóknarar héldu því hins vegar fram fyrir dómi að Brooks hafi verið sofandi þegar honum var banað og hann því ekki ógnað Lewis á þeirri stundu.