Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 07:36 Óháði rannsakandinn Kenneth Starr heldur á rannsóknarskýrslu sinni þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1998. AP Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022 Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022
Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29