Vilja tafarlaust grípa til aðgerða: Ungum dreng ítrekað sagt að drepa sig vegna kynhneigðar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 11:20 Könnun frá árinu 2018 sýnir aðgerðaleysi starfsfólks grunnskóla þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Vísir/Vilhelm Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur verður oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. „Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
„Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin
Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira