„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 12:56 Sif Atladóttir er búin að koma sér vel fyrir á Selfossi eftir langan feril í atvinnumennsku. mynd/UMF Selfoss Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira