Orðan er æðsta heiðursmerki danska ríkisins, en henni fylgir riddaraskjöldur sem er sérhannaður fyrir hvern orðuhafa.
Eliza Reid forsetafrú fjallar um skjöldinn í Facebook, og hvað merkin á honum tákna. Fyrst ber að nefna slagorðið sem birtist á latínu:
„Tibi ipsi estu fideles: Vertu sjálfum þér trúr.
*Bókin efst táknar þekkingu (og ást hans á bókum!)
*Mjölnir, hamar Þórs, hvílir á bókinni sem tákn um þrótt og hreysti (og auðvitað íslenskan menningararf).
*Öldurnar tákna hafið sem umlykur Ísland.
*Laufið af kanadíska hlyntrénu vísar til mín.
*Loks tákna akkerin fimm börnin sem eru jarðtenging Guðna,“ skrifar Eliza, og birtir mynd af sér og Guðna við skjöldinn umrædda.