Atvikið átti sér stað á Selfossi í apríl árið 2021. Maðurinn ók ökutæki eftir Austurvegi og þaðan inn á bílastæðið við Skalla og KFC. Þá tók maðurinn eftir lögreglunni, bakkaði úr bílastæði sínu og ók á brott.
Maðurinn sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva aksturinn og keyrði inn á Engjaveg. Þar keyrði hann yfir leyfilegum hámarkshraða, sinnti ekki nægjanlegrar aðgæslu og keyrði utan í aðra bifreið.
Áfram hélt aksturinn um Engjaveg þar til maðurinn stöðvaði loks bifreiðina og reyndi að hlaupa frá lögreglu. Það gekk ekki vel og var hann handtekinn stuttu síðar.
Maðurinn er einnig grunaður um að hafa tveimur mánuðum síðar, enn án ökuréttinda, ekið bifreið um Suðurlandsveg og haft 0,38 grömm af grasi í fórum sér.
Lögregla krefst þess að maðurinn verði sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini, sæti sviptingu ökuréttar og sæta upptöku á fíkniefnunum.