Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 10:13 Plútó drekkur hér vatn úr búri sínu, sem er orðið heldur lítið fyrir kallinn að sögn eigandans. Hann ætlar að kaupa stærra búr undir Plútó, sem er kornsnákur. Þeir stækka hratt og geta orðið allt að eins og hálfs metra langir. vísir/einar Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald. Dýr Gæludýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald.
Dýr Gæludýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira