Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. september 2022 20:01 Berglind Guðmundsdóttir heillast að hvatvísi, heiðarleika, lífsgleði og húmor en sjálf er hún mikil ævintýramanneskja sem nýtur þess til hins ýtrasta að lifa og njóta hvers dags. Aðsend mynd „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. Vinnur við drauminn sinn Berglind er 46 ára gömul, fjögurra barna móðir og hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún býr með fjölskyldu sinni í hinum dásamlega Laugardal, eins og hún orðar það, og nýtur þess að starfa við það sem hún elskar að gera. „Ég á og rek uppskriftasíðuna Gulur, rauður, grænn og salt og sinni allskonar skemmtilegum verkefnum henni tengdri. Algjörlega mín blessun í lífinu að hafa kýlt á þá hugmynd og ég hef enn jafn gaman af þessu tíu árum síðar. Svo er ég einnig að vinna sem hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi.“ Berglind segir það sína blessun í lífinu að hafa fylgt eftir draumi sínum með uppskriftasíðuna Gulur, rauður, grænn og salt. Aðsend mynd Mikilvægt að vera á góðum stað til að laða til sín góða hluti Í leit sinni að ástinni segist Berglind hafa lært að fylgja innsæinu betur og treysta því þegar rauðu flöggin fara á loft. „Ég hef lært að setja skýr mörk og standa með mér. Síðan hef ég lært að vera bara slök og hafa gaman af ferðalaginu og taka engu persónulega. Allt er eins og það á að vera.“ Berglind er óhrædd við áskoranir og elskar að ferðast, borða góðan mat, fara í göngur, á skíði, hjóla og skella sér í óvænt ævintýri. Hvernig finnst þér stefnumótamenningin vera á Íslandi? „Mér finnst þetta, eins og svo margt annað, fyrst og fremst snúast um að vera á góðum stað sjálfur og þá laðar maður góða hluti til sín.“ Berglind er mjög orkumikil, ævintýragjörn og óhrædd við að ögra sér og prófa nýja hluti. Aðsend mynd Ástar- og hatursamband við Tinder Berglind er í nautsmerkinu og segist vera algjör nautnaseggur. Ég er mjög rómantísk. Góður matur, vín, spa, hlátur og skemmtilegar áreynslulausar samræður. Allskonar svona litlir hlutir gera mikið fyrir mig. Mér finnst líka gaman að plana eitthvað sjálf fyrir aðra. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Ég hef verið á Tinder on og off í nokkur ár og á, eins og margir, í ástar- og hatursambandi við það forrit. Ég tek reglulega hvíld frá því og heiti mér því að fara ekki þangað aftur. Hef ekki staðið við það ennþá,“ segir Berglind og skellir upp úr. Rauði varaliturinn stal senunni Einhver skemmtileg stefnumótasaga sem þú vilt deila? „Ég fór á kaffihúsadeit, sem var bara fínt. Þetta var allt mjög settlegt og við bara í fínu spjalli. Ég er bara eins og ég er, svona frekar brosmild og með þennan fallega rauða varalit. Svo eftir deitið kem ég út í bíl og kíki í spegilinn til að athuga hvort að ég væri ekki örugglega „gorge“. Nema hvað, ég var með rauðan varalit á framtönnunum og þá ekki bara einhverja tvo ósýnilega bletti heldur þakti varaliturinn tennurnar. Ég spurði deitið hvort það væri einhver möguleiki á að hann hafi ekki tekið eftir þessu. Hann sagðist ekki hafa kunnað við að nefna þetta. „Ég dó úr hlátri. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt í þessu ferli að taka sig ekki of alvarlega. En svo að því sé haldið til haga þá hittumst við ekki aftur.“ Í gegnum tíðina segist Berglind hafa lært það að setja sér skýr mörk og standa með sjálfri sér. Aðsend Hér fyrir neðan segir Berglind frá því hvað heillar hana og hvað ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Glaðlyndi og jákvæðni: Er eitthvað meira sexí en fólk sem er glaðlynt og hefur gaman af lífinu? Fyrir mér er það að minnsta kosti stór plús og stór aukaplús ef hann hlær af bröndurunum mínum. Vera blíður: Það er svo fallegt að vera Blíðfinnur – dásamleg orka þar. Hvatvísi: Það væri vonlaust fyrir mig að deita mann sem er ekki opinn fyrir því að stökkva á ævintýri lífsins með litlum fyrirvara. Að minnsta kosti nægilega hvatvís til að elta mína hvatvísi. Hafa gaman af því sem hann gerir: Það er svo jákvæður eiginleiki þegar maður hefur gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur – bæði í vinnu og í einkalífinu. Mjög heillandi eiginleiki. Heiðarleiki: Þetta ætti samt að vera í fyrsta sæti. Það að einstaklingur hafi hugrekki til að segja alltaf sannleikann, jafnvel þó hann geti verið sár. Heiðarleiki og hugrekki haldast oft í hendur og fyrir mér skiptir það öllu máli. OFF: Ég vil samt koma því frá mér að ég eyði litlum tíma í að spá í það sem ég vil ekki og mun meiri tíma í að hugsa um það sem ég vil. Þannig að það var smá úr karakter að fylla þetta út – en í þetta sinn. Neikvæðni: Já, nei, takk! Ég vil hafa gaman og njóta lífsins í botn. Hlutir eins og neikvæðni og fýla eru eitthvað sem bara drepa mig. Þá fer ég frekar í klaustur. Níska: Níska sem snýr ekki bara að peningum heldur einnig tilfinningum, tíma og fleira. Einstaklingar sem eru hræddir um að aðrir séu að fá meira en þeir. Get. Ekki! Fórnarlambið: Nei, sko – get ekki heldur þannig týpur. Allir vondir við þá, engin ábyrgð tekin. „Step up“ segi ég bara. Óheiðarleiki: Ég kann svo mikið að meta heiðarleika og mér finnst mjög vont þegar maður finnur að fólk segir ekki sannleikann. Án sannleikans er ekkert traust og án trausts er engin von um framhald. Finnast þú betri en aðrir: Að vera ekki almennilegur við fólkið sem verður á vegi þínum og tala niður til fólks. Það deyr eitthvað inni í mér þegar fólk er þannig. Verum bara almennileg. Glaðlyndi og jákvæðni er það sem heillar Berglindi hvað mest í fari karlmanna.Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram síðu Berglindar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Vinnur við drauminn sinn Berglind er 46 ára gömul, fjögurra barna móðir og hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún býr með fjölskyldu sinni í hinum dásamlega Laugardal, eins og hún orðar það, og nýtur þess að starfa við það sem hún elskar að gera. „Ég á og rek uppskriftasíðuna Gulur, rauður, grænn og salt og sinni allskonar skemmtilegum verkefnum henni tengdri. Algjörlega mín blessun í lífinu að hafa kýlt á þá hugmynd og ég hef enn jafn gaman af þessu tíu árum síðar. Svo er ég einnig að vinna sem hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi.“ Berglind segir það sína blessun í lífinu að hafa fylgt eftir draumi sínum með uppskriftasíðuna Gulur, rauður, grænn og salt. Aðsend mynd Mikilvægt að vera á góðum stað til að laða til sín góða hluti Í leit sinni að ástinni segist Berglind hafa lært að fylgja innsæinu betur og treysta því þegar rauðu flöggin fara á loft. „Ég hef lært að setja skýr mörk og standa með mér. Síðan hef ég lært að vera bara slök og hafa gaman af ferðalaginu og taka engu persónulega. Allt er eins og það á að vera.“ Berglind er óhrædd við áskoranir og elskar að ferðast, borða góðan mat, fara í göngur, á skíði, hjóla og skella sér í óvænt ævintýri. Hvernig finnst þér stefnumótamenningin vera á Íslandi? „Mér finnst þetta, eins og svo margt annað, fyrst og fremst snúast um að vera á góðum stað sjálfur og þá laðar maður góða hluti til sín.“ Berglind er mjög orkumikil, ævintýragjörn og óhrædd við að ögra sér og prófa nýja hluti. Aðsend mynd Ástar- og hatursamband við Tinder Berglind er í nautsmerkinu og segist vera algjör nautnaseggur. Ég er mjög rómantísk. Góður matur, vín, spa, hlátur og skemmtilegar áreynslulausar samræður. Allskonar svona litlir hlutir gera mikið fyrir mig. Mér finnst líka gaman að plana eitthvað sjálf fyrir aðra. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Ég hef verið á Tinder on og off í nokkur ár og á, eins og margir, í ástar- og hatursambandi við það forrit. Ég tek reglulega hvíld frá því og heiti mér því að fara ekki þangað aftur. Hef ekki staðið við það ennþá,“ segir Berglind og skellir upp úr. Rauði varaliturinn stal senunni Einhver skemmtileg stefnumótasaga sem þú vilt deila? „Ég fór á kaffihúsadeit, sem var bara fínt. Þetta var allt mjög settlegt og við bara í fínu spjalli. Ég er bara eins og ég er, svona frekar brosmild og með þennan fallega rauða varalit. Svo eftir deitið kem ég út í bíl og kíki í spegilinn til að athuga hvort að ég væri ekki örugglega „gorge“. Nema hvað, ég var með rauðan varalit á framtönnunum og þá ekki bara einhverja tvo ósýnilega bletti heldur þakti varaliturinn tennurnar. Ég spurði deitið hvort það væri einhver möguleiki á að hann hafi ekki tekið eftir þessu. Hann sagðist ekki hafa kunnað við að nefna þetta. „Ég dó úr hlátri. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt í þessu ferli að taka sig ekki of alvarlega. En svo að því sé haldið til haga þá hittumst við ekki aftur.“ Í gegnum tíðina segist Berglind hafa lært það að setja sér skýr mörk og standa með sjálfri sér. Aðsend Hér fyrir neðan segir Berglind frá því hvað heillar hana og hvað ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Glaðlyndi og jákvæðni: Er eitthvað meira sexí en fólk sem er glaðlynt og hefur gaman af lífinu? Fyrir mér er það að minnsta kosti stór plús og stór aukaplús ef hann hlær af bröndurunum mínum. Vera blíður: Það er svo fallegt að vera Blíðfinnur – dásamleg orka þar. Hvatvísi: Það væri vonlaust fyrir mig að deita mann sem er ekki opinn fyrir því að stökkva á ævintýri lífsins með litlum fyrirvara. Að minnsta kosti nægilega hvatvís til að elta mína hvatvísi. Hafa gaman af því sem hann gerir: Það er svo jákvæður eiginleiki þegar maður hefur gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur – bæði í vinnu og í einkalífinu. Mjög heillandi eiginleiki. Heiðarleiki: Þetta ætti samt að vera í fyrsta sæti. Það að einstaklingur hafi hugrekki til að segja alltaf sannleikann, jafnvel þó hann geti verið sár. Heiðarleiki og hugrekki haldast oft í hendur og fyrir mér skiptir það öllu máli. OFF: Ég vil samt koma því frá mér að ég eyði litlum tíma í að spá í það sem ég vil ekki og mun meiri tíma í að hugsa um það sem ég vil. Þannig að það var smá úr karakter að fylla þetta út – en í þetta sinn. Neikvæðni: Já, nei, takk! Ég vil hafa gaman og njóta lífsins í botn. Hlutir eins og neikvæðni og fýla eru eitthvað sem bara drepa mig. Þá fer ég frekar í klaustur. Níska: Níska sem snýr ekki bara að peningum heldur einnig tilfinningum, tíma og fleira. Einstaklingar sem eru hræddir um að aðrir séu að fá meira en þeir. Get. Ekki! Fórnarlambið: Nei, sko – get ekki heldur þannig týpur. Allir vondir við þá, engin ábyrgð tekin. „Step up“ segi ég bara. Óheiðarleiki: Ég kann svo mikið að meta heiðarleika og mér finnst mjög vont þegar maður finnur að fólk segir ekki sannleikann. Án sannleikans er ekkert traust og án trausts er engin von um framhald. Finnast þú betri en aðrir: Að vera ekki almennilegur við fólkið sem verður á vegi þínum og tala niður til fólks. Það deyr eitthvað inni í mér þegar fólk er þannig. Verum bara almennileg. Glaðlyndi og jákvæðni er það sem heillar Berglindi hvað mest í fari karlmanna.Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram síðu Berglindar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira