Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2022 23:00 Kristján Svan Eymundsson hljóp 214 kílómetra á 32 klukkutímum, hér er hann ásamt sínum besta vin og hundtrygga aðstoðarmanni. Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy
Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira