Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 11:37 Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru um 1.300. Vísir/Sigurjón Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira