Fólk getur varla hreyft sig án þess að vera tekið upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2022 08:01 Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis segir fólk oft ekki átta sig á hvað það sé í raun að samþykkja þegar það samþykkir notendaskilmála. Vísir/Egill Sérfræðingur í netöryggismálum segir notendaskilmála öryggismyndavéla oft fela í sér að söluaðili búnaðarins geti notað myndefnið á nánast hvaða hátt sem er. Þá séu myndavélar komnar það víða að fólk geti varla hreyft sig lengur án þess að eiga von á að vera tekið upp. Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“ Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“
Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00