Sjá má senuna og ítarlegt viðtal við Árna í innslaginu hér að ofan. Umfjöllunin hefst á um tólftu mínútu.

„Ég er mjög heimakær maður,“ lýsir Árni í kvikmyndinni.
„Ég horfi mikið á sjónvarp því eins og skáldið sagði: Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Það á við um sjónvarpsglápið hjá mér. Ég get farið um alla heima og geima í gegnum sjónvarpið.
Jafnframt hef ég tekið upp á því að taka myndir á venjulega myndavél af því sem mér þykir eftirtektarvert og merkilegt í sjónvarpinu. Þá er þetta komið í minnið til ævilangra nota.“
