Dæmdur fyrir að valda höfuðkúpubroti við skemmtistað Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2022 13:45 Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa veist að og hrint manni fyrir utan skemmtistað í nóvember 2018 með þeim afleiðingum að maðurinn skall með hnakka í götuna og höfuðkúpubrotnaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað í London í Bretlandi og voru bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn íslenskir. Maðurinn var ákærður fyrir að stórfellda líkamsárás og segir að blætt hafi inn á heila brotaþola, auk þess að hann missti heyrn á hægra eyra og bragð- og lyktarskyn skertist. Ákærði játaði sök í málinu og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Í ákæru var einnig tekin upp einkaréttarkrafa brotaþola en undir rekstri málsins var hún afturkölluð þar sem ákærði og brotaþoli höfðu náð samkomulagi um greiðslu miskabóta. Ákærði hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo vitað sé. Í dómnum segir að brotið hafi ekki verið sérlega hættilegt í skilningi laga, en þegar virtar eru afleiðingar af háttseminni fyrir heilsu brotaþola sé hún réttilega heimfærð undir lagaákvæðið. Ákærða var einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, samtals um 1,1 milljón króna. Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað í London í Bretlandi og voru bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn íslenskir. Maðurinn var ákærður fyrir að stórfellda líkamsárás og segir að blætt hafi inn á heila brotaþola, auk þess að hann missti heyrn á hægra eyra og bragð- og lyktarskyn skertist. Ákærði játaði sök í málinu og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Í ákæru var einnig tekin upp einkaréttarkrafa brotaþola en undir rekstri málsins var hún afturkölluð þar sem ákærði og brotaþoli höfðu náð samkomulagi um greiðslu miskabóta. Ákærði hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo vitað sé. Í dómnum segir að brotið hafi ekki verið sérlega hættilegt í skilningi laga, en þegar virtar eru afleiðingar af háttseminni fyrir heilsu brotaþola sé hún réttilega heimfærð undir lagaákvæðið. Ákærða var einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, samtals um 1,1 milljón króna.
Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira